Sunday, August 27, 2017

Beðið eftir barni

 - Færsla skrifuð 2 september 2016


Loksins er kominn September…

Síðan í byrjun janúar, með tvö stik á prófinu er ég búin að bíða eftir þessum mánuði… Allt orðið klárt fyrir litla krílið okkar og allir yfir sig spenntir.
Þessi mánuður verður án efa mjög merkilegur og eftirminnilegur fyrir okkur fjölskylduna







Eitt af því skemmtilegasta við biðina er undirbúningurinn - Prinsateppið og heimferðarsettið klárt, allt prjónað af spenntri ömmu & rúm og vagga bíður eftir að verða notað.



xxx
Hilma


Wednesday, November 19, 2014

Popupshop

Nú er drengurinn minn orðinn 7 ára gamall og mér 
hefur fundist pínu erfitt að finna föt sem hann sjálfur  (og mamman) hefur gaman af.
Mér finnst molo oft með ákaflega skemmtileg föt en eins og er finnst mér munstrin henta betur
yngri strákum, en það er að sjálfsögðu bara mín skoðun.

Ég var því ákaflega glöð þegar ég kynntist dönsku merki sem heitir popupshop, föt sem er 
gerð úr lífrænni bómul með fallegu prenti sem vekur mikla lukku hjá drengnum mínum og ekki síður
mér sjálfri. Flíkurnar haldast vel í þvotti og eru svo einstaklega mjúkar. Ég veit ekki til þess að fötin séu seld á íslandi, en ef þið hafið einhverjar spurningar eða langar til þess að eignast flíkurnar meigið þið endilega hafa samband við mig - hilmaonnudottir@gmail.com




Knús yfir hafið
Hilma Önnu


Saturday, October 25, 2014

Afmælisgleði

...Það er langt um liðið og margt sem hefur á daga okkur drifið hér í danaveldi - já og annarstaðar í heiminum.

Frumburðurinn, hann Mikael átti afmæli 15.ágúst sl. og hélt upp á 7 ára afmælið með vinum úr bekknum sínum. Ég hef alltaf haft ótrúlega mikið dálæti af því að halda veislur, gera skemmtilega stemmningu og skapa góðar minningar fyrir litla strákinn minn - ég gleymi því aldrei hversu stressuð ég var þegar ég hélt uppá 1. árs afmælið hans, ég gerði miklar kröfur til mín um fullkomna afmælisveislu fyrir drenginn. 
Í dag er ég þó örlítið afslappaðari með afmælishöld, en við ákváðum að hafa blátt/grænnt þema og skella í eina könguló, kröfurnar hjá drengnum voru ekki miklar - það var mikið fjör og mikið gaman þennan dag, við keyptum okkur gaskút og skreyttum með bláum og grænum gasblöðrum - danski fáninn var líka víða. Einnig var mikil vinna lögð í fjársjóðsleit, en það er mikil hefð hér í Danmörku.


Fjársjóðsleit...


....og blása - hipphipphúrrrrra!
Mikael var sæll og glaður með daginn og svei mér þá ef hinir drengirnir voru það ekki bara líka - og mamma&pabbi!
Látlaus veisla gerir barnið því alveg jafn hamingjusamt :)

Eigið dásamlegan laugardag
Knús yfir hafið
H-Önnu


Thursday, October 23, 2014

Barnaherbergi heimilisins

Eins og ég sagði frá í síðustu færslu var innlit á heimili okkar í tímaritinu í Home Magazine sem kom út í sumar.
Í svona innliti koma að sjálfsögðu ekki allar þær myndir sem teknar eru, svo mér datt í hug að sýna ykkur betur herbergi Mikaels sem breytist þó frá degi til dags.





Það getur verið að þið veltið því fyrir ykkur hvar dótið hans sé, en það er í massavís inní skápnum,
ásamt lego og playmo sem er flokkað í kassa og rúllað undir rúm - það vantar sko ekki leikföngin á okkar heimili :)

Hilma Önnu


Wednesday, October 22, 2014

HOME MAGAZINE

Í sumar kom út 2 tbl. Home Magazine, en þar er að finna innlit á heimili okkar hér í Århus.
Skemmtilegt og fallegt blað!


Hér er hægt að lesa blaðið FRÍTT á netinu.

Hilma Önnud.

Tuesday, October 21, 2014

Haust ´14

Jæja, er þetta ekki bara orðin ágæt blogg-pása, svona í bili allavega.
Sumarið er búið, haustið tekið við - svona eins og gengur og gerist og þá eru það bara
blessuð jólin, ó já elsku bestu jólin koma brátt!

Það er ekki svo langt síðan ég áttaði mig á því að haustið ( ásamt jólamánuðinum sjálfum) er minn uppáhalds árstími, ég elska fallegu litlina sem fyglja haustinu, kertaljósin og kósíheitin.

Danska haustið - dásamlegt!
Fallegi drengurinn minn í hjólatúr um sl. helgi.

Ég vona að þið ættingjar og vinir, jú og aðrir gestir hlakkið til að fylgjast með hér inná blogginu.
Knús yfir hafið
Hilma
❤️

Wednesday, March 26, 2014

By Lassen


Þið þekkið eflaust felst By Lassen kertastjakann, kubus. 
Hér fyrir neðan eru myndir af sófaborði/hliðarborði, það fæst í nokkrum útfærslum sem er frá By Lassen. 
Mér finnst það afskaplega fallegt. Eins og svo oft áður
fell ég fyrir einfaldleikanum.


Ég hef einmitt haft augastað á samskonar borði frá HAY, ég er ekki frá því að þetta borð heilli mig
örlítið meira. 


Knús yfir hafið
Hilma


Sunday, March 9, 2014

Sunnudagur

...til sælu.
Já, svo sannarlega! Veðurblíðan í Århus var engu lík í dag, 9 mars.
Það hefur nefninlega verið algjört gluggaveður síðustu daga.
Við fjölskyldan drifum okkur út um hádegið í dag, þá var ég búin að baka gómsætar kræsingar
sem var hið fínasta nesti fyrir skógarferð. Þegar við komum út, kapp klædd ákváðum við að athuga hvert hitastigið væri  - 16 gráður takk fyrir!





Ég vona að þið hafið átt góðan dag og notið ykkar jafn vel og við gerðum.

Knús og koss yfir hafið 
Hilma Önnu




Sunday, February 23, 2014

Barnaherbergi

Ég er að leita eftir hugmyndum fyrir herbergi Mikaels, mig langar
að gera eitthvað örlítið meira fyrir það.
Hér fyrir neðan eru myndir af barnaherbergum sem mér þykja einstaklega falleg, þau eru
þó fyrir yngri börn en Mikael Leó en margar góðar hugmyndir sem hægt er að nýta sér.


Grái liturinn á veggnum finnst mér algjör æði, veifurnar eru æðislegar og lampinn á vegnum þykir mér fallegur.


Kalklitaður veggur, ó svo smart!


Rómantískt herbergi fyrir litla prinsessu. 


Þessi "skápur" finnst mér skemmtileg lausn. Það er spurning hversu lengi
skipulagið fengi að njóta sín í herbergi lítils skæruliða ?

Annars vona ég að þið konur séuð búnar að eiga góðan dag - Minn maki er búin að standa sig ansi vel :)


Hilma Önnu